Getur Kopar ryðgað ?

Getur Kopar ryðgað ?

Getur Kopar ryðgað ?

Hvernig losna ég við náttúrulega græna hjúpinn sem myndast á Kopar með
tímanum ? (Patina)

Að skilja Patinu og hvernig hann styrkir vellíðunarrútínuna þína með Paani
Þegar talað er um málma kemur hugtakið „ryð“oft upp í hugann.
Hins vegar ryðgar kopar EKKI sem notaður er í vellíðunarvörum Paani,
eins og vatnsflöskum og Jihva tunguhreinsitækjum.

Í staðinn myndar hann náttúrulegt yfirborðslag sem kallast græningur ( Patina)
Í þessari grein förum við yfir muninn á kopar og ryði, útskýrum hvað Patina er, hverjir
kostir hans eru og hvernig hægt er að hugsa um koparvörur til að hámarka endingu
og virkni þeirra.

Hvað er Patina ?
Patina er þunnt lag sem myndast á yfirborði kopars vegna oxunar. Þetta er
náttúrulegt og verndandi ferli þar sem koparinn bregst við súrefni, koltvísýringi og
vatnsgufu í andrúmsloftinu.

Þessi myndun Patinu verndar koparinn gegn tæringu og gefur honum jafnframt
einkennandi lit áferðar sem þróast með tímanum.

Helstu atriði um Patinu:
Myndun: Patina myndast þegar koparjónir hafa samskipti við loft og raka.

Útlit: Litir Patinu ( grænings) getur verið breytileg – frá brúnum og rauðum tónum yfir
í bláa og græna.

Kostir: Þetta náttúrulega lag virkar sem verndarskjöldur gegn frekari tæringu og hefur
jafnframt bakteríudrepandi eiginleika, sem gerir kopar að fullkomnu efni í
vellíðunarvörur.

Bakteríudrepandi eiginleikar kopars:
Hæfileiki kopars til að drepa bakteríur gerir hann að afar verðmætu efni fyrir hluti
sem snerta líkamann reglulega, til dæmis vatnsflöskur eða tunguhreinsitæki.

Koparjónir trufla starfsemi bakteríufrumna og koma í veg fyrir að þær fjölgi sér. Þess
vegna eru vörur úr hreinum kopar, eins og koparvatnsflöskur og Jihva

tunguhreinsitæki frá Paani, framúrskarandi val fyrir þær sem vilja efla hreysti og
vellíðan á náttúrulegan hátt.

Með því að nota koparvörur reglulega styður þú við heildræna vellíðunarrútínu sem
sameinar náttúrulega hreinsun og hreinlæti.

Nú komum við okkur að máli málanna og það er hreinsun og umhirða kopars!

Ef þú hugsar um koparflöskuna þína mun koparflaskan fylgja þér út ævina.

Þó að Patina sé náttúrulegur hluti af öldrun kopars þá er það ekki skaðlegt, en getur haft
áhrif á útlit vörunnar. Sumir kjósa að halda koparnum glansandi og björtum en aðrir
elska náttúrulegan lit og karakter sem myndast með tímanum.

Til að halda koparvörunum hreinum og fallegum er einfalt að nota efni sem flestir
eiga heima:

1. Sítróna og salt: skrerðu sítrónu í tvennt, stráðu smá salt á hana og nuddaðu
yfirborðið létt.

2. Edik og salt: Blandaðu í skál og notaðu mjúkan klút til að nudda yfirborðið.

3. Skolaðu vandlega með volgu vatni og þurrkaðu vel.

Mikilvægt er að nota ekki sterka efna- eða ryðhreinsa, þar sem þau geta
skemmt náttúrulegt yfirborð koparsins.

Munurinn á Ryði og Patina ( græningi ) :
Þó bæði ryð og Patina myndist vegna efnahvarfa milli málms og umhverfis, er
eðli þeirra mjög ólíkt.

Ryð myndast á járni þegar það kemst í snertingu við súrefni og vatn, og veldur
því að málmurinn veikist og molnar niður með tímanum.

Patina( græningi) aftur á móti, myndast á kopar þegar hann kemst í samband
við loft og raka. Þetta ferli er ekki skaðlegt – þvert á móti myndar það
náttúrulegt varnarlag sem verndar koparinn gegn frekari tæringu og gerir hann
endingarbetri.

Þar sem Patina hefur einnig bakteríudrepandi eiginleika, er hann ekki aðeins
eðlilegur heldur gagnlegur þáttur í lífsferli koparsins.

Hér er hlekkur á myndband : Hvernig á að hreinsa PAANI flöskuna 👉🏼 https://www.youtube.com/playlist?list=PLjNb4FJs
Yu25zg5Ep9Mto1GFmmRcRSQuH

Hér er hlekkur á myndband : Hvernig á að setja hulstrið á og taka það af 👉🏼
https://www.youtube.com/watch?v=4dwx-bCBPEA&list=
PLjNb4FJsYu27dqI5JVgy8RwqC1aSCBFHX&index=1

Einnig viljum við minna á að Paani koparflaskan er einungis fyrir vatn 💦



 

x