“Finndu þinn innri ljóma”
Upplifðu næsta stig í húðrútínu með Stylpro Heated LED Electric Gua Sha sem sameinar bæði nýsköpun og tækni. Tækið er með hita, titring og LED ljósljósameðferð til að móta, endurnýja og fríska upp á húðina þína.
• Rauða ljósið örvar kollagen og elastín, eykur blóðflæði og styður við sogæðakerfið, sem getur dregið úr hrukkum og línum.
• Bláa ljósið vinnur gegn bakteríum sem valda bólum, róar húðina og hjálpar til við að jafna olíuframleiðslu húðarinnar.
• Bleika ljósið sameinar eiginleika rauðs og blás ljóss fyrir ljómandi og endurnærða húð.
Stylpro- Electric LED Gua Sha tækið hentar öllum húðgerðum, er fyrirferðarlítið og endurhlaðanlegt. Tækið er fullkomið í ferðalagið eða til daglegar notkunar til að móta andlitið og að ná fram ljómandi húð.
LEIÐBEININGAR
HLEÐSLA:
Settu USB-C snúruna (fylgir með) í tengið neðst á tækinu og tengdu við USB-C aflgjafa. Ljósið verður rautt þegar tækið er í hleðslu og verður blátt þegar það er fullhlaðið.
NOTKUN:
1. Byrjaðu með hreint andlit. Passið uppá að enginn farði sé á andlitinu til að hámarka virknina.
2. Berðu uppáhalds serumið þitt á andlit og háls til að tækið renni mjúklega yfir húðina.
3. Haltu inni kveikja/slökkva hnappinum til að kveikja á tækinu.
4. Ýttu stutt á hnappinn til að velja LED ljós (rautt, blátt eða bleikt).
5. Renndu Gua Sha hlutanum á tækinu mjúklega eftir andlitinu og hálsinum.
6. Þegar þú ert búin(n), haltu hnappinum inni til að slökkva á tækinu.
7.
ÞRIF:
1. Þurrkaðu tækið með rökum klút og leyfðu tækinu að þorna eftir hverja notkun.