Vilma Home í Podcastinu Vörumerki

Nýlega fékk ég að vera gestur í hlaðvarpinu Vörumerki, þar sem ég deildi minni sögu – hvernig ég, eftir 19 ár í sama starfi, ákvað að stökkva út í djúpu laugina, hlusta á innsæið mitt og byrja upp á nýtt.
Í dag rek ég mitt eigið fyrirtæki, Vilma Home, sem hefur vaxið hratt og kennt mér ótrúlega margt á leiðinni. Það var ekki auðvelt að taka þetta skref. Það fylgdu bæði efasemdir og ótti – en ég komst að því að það er miklu leiðinlegra að lifa með hugsuninni „hvað ef?“ en að mistakast og læra af því.
Í þættinum ræðum við hvernig það er að byggja upp vörumerki frá grunni og ég deili líka opinskátt um dýrkeypt mistök sem kostuðu mig milljónir. Mistök sem ég hef lært mikið af – og vona að geti hjálpað öðrum frumkvöðlum, eigendum lítilla fyrirtækja eða þeim sem eru að hugsa um að taka stökkið, og að forðast sömu gildrur.
Ég trúi því að innsæið okkar sé eitt sterkasta verkfærið sem við eigum – það hvíslar (og stundum öskrar) á okkur að fara í þá átt sem er rétt fyrir okkur, jafnvel þótt hún sé óþægileg eða að fara út í óvissuna. Þegar við fylgjum innsæinu opnast dyr sem við vissum ekki að væru til. 🍀
Ef þú ert að velta fyrir þér breytingum, atvinnuskiptum eða draumi sem hefur beðið of lengi – þá vona ég að sagan mín geti hvatt þig til að taka fyrsta skrefið.
🎧 Hlustaðu á viðtalið mitt í Vörumerki: Smelltu hér til að hlusta
💫 Mundu að lífið byrjar utan við þægindarammann