Samfélagsmiðlar Vilma Home
https://www.instagram.com/vilma_home/#
Nafnið Vilma Home kom frá Instagram reikningi mínum en ég held úti einstaklega filterslausum miðli, þar sem ég læt ýmislegt flakka og er ekki mikið að ofhugsa hlutina. Ég reyni alltaf að vera jákvæð og hvetjandi fyrir mína fylgjendur.
Miðillinn byrjaði þar sem ég var að sýna ýmislegt innanhústengt, útstillingar og fleira og þaðan kemur nafnið Vilma_Home. Ég hef brennandi áhuga á öllu innanhústengdu og elska að stílisera, raða og gera fínt hér heima. Miðillinn í dag sýni ég frá mínu daglega lífi, reyni að hafa hann á léttu nótunum, alltaf stutt í húmorinn og ég er ekki mikið fyrir glansmyndina bara hafa hlutina eins og þeir eru í alvöru.
Ég er einnig farastjóri / skemmtanastjóri í sérstökum skemmtiferðum fyrir konur og vinn þar með Visitor ferðaskrifstofu. Næsta ferð verður á Mamma Mia the party í London í október nk. Hinar ferðirnar sem við höfum farið í hafa heldur betur slegið í gegn.
Hægt er að lesa meira um ferðina eða bóka hér : https://www.visitor.is/ferdir/mamma-mia-the-party-vilma-home-oktober-2025
Lokaorð frá mér: Hættu að ofhugsa hlutina og hlustaðu meira á hvað innsæið er að reyna að segja þér. Þú ert ekki tré og þú mátt alveg færa þig og leyfa draumunum þínum að rætast. Miklu betra að prófa en að lifa í hugsuninni hvað ef? 🤎
https://www.instagram.com/vilmahome.is/# Hér er svo sér instagram reikningur einungis fyrir vefverslun Vilma Home , þar deili ég frá nýjungum og læt vita ef það eru tilboð og fleira spennandi 🤎